Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2021 20:05 Helsingi hefur nú komið sér upp 17 hreiðrum í eyjunni. Fuglarnir verða merktir í sumar og jafnvel settir sendar á þá. Arnór Þórir Sigfússon Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað. Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fuglar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fuglar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira