Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2021 20:05 Helsingi hefur nú komið sér upp 17 hreiðrum í eyjunni. Fuglarnir verða merktir í sumar og jafnvel settir sendar á þá. Arnór Þórir Sigfússon Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað. Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fuglar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fuglar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira