Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 22:24 Víglínan í dag. EINAR ÁRNASON Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira