„Áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 13:48 Víðir Reynisson segir kunnuglegt mynstur vera í smitun undanfarna daga. Staðan sé þó önnur en áður þar sem bólusetningar hafa gengið vel og margir bætist við í þann hóp næstu daga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir áhyggjuefni hversu margir greindust í gær og að enn séu smit að greinast utan sóttkvíar. Enn sé efniviður í hópsmit meðal ungs fólks sem ekki hefur verið bólusett, en vikan muni leiða í ljós hvort samkomur helgarinnar dragi dilk á eftir sér. Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví en sá sem greindist utan sóttkvíar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að smitrakningu. Víðir segir ekki ólíklegt að einhver tenging finnist við þau smit sem greindust í vikunni en hún sé ekki ljós eins og er. Hann er þó áhyggjufullur yfir fjöldanum í ljósi þess að færri sýni eru tekin um helgar. „Það er áhyggjuefni hvað þetta eru mörg smit sem eru að greinast síðustu daga og að fá svona mörg smit á laugardegi er óvenjulegt því það eru miklu færri sýni tekin um helgar. Þetta er áhyggjuefni verð ég að segja – áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þau smit sem greinast utan sóttkvíar mögulega benda til þess að ekki sé búið að ná utan um þau smit sem hafa verið að dúkka upp síðustu daga. Það sé þróun sem þau hafi séð áður í aðdraganda hópsýkinga og klasamita, en staðan sé þó önnur en á fyrri stigum faraldursins. „Við erum auðvitað í annarri stöðu heldur en við höfum verið með fjölgun þeirra sem eru bólusettir. Við höfum áhyggjur af yngra fólkinu sem var mikið að skemmta sér um helgina, margir að útskrifast og mikil gleði í gangi. Hópsmit á auðveldan aðgang inn í þennan hóp því þar er sáralítill hluti bólusettur.“ Uppskera eftir júní Víðir segir þó ástæðu til bjartsýni, enda sé stór vika fram undan í bólusetningum og mikill fjöldi sem bætist því í hóp bólusettra. Því gæti skipt sköpum að fara varlega næstu vikur svo ekki komi bakslag í baráttuna. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis eru 31,1 prósent landsmanna fullbólusettir, 26,9 prósent búin að fá fyrri skammt og 2,2 prósent með mótefni vegna fyrra smits. Bólusetningar hafa gengið vel til þessa og búist er við því að þúsundir verði boðaðar til bólusetningar í vikunni.Embætti landlæknis „Ef þessar bólusetningar ganga vel eru kannski þrjár vikur í það að við séum búin að ná mjög stórum hluta af þessum unga hópi í fyrri sprautuna sem getur skipt verulega miklu máli,“ segir Víðir og bætir við að uppskeran geti verið ríkuleg. „Ef við tökum því aðeins rólega í júní og njótum þá júlí og ágúst betur, ég held að það sé markmið sem við ættum að setja okkur.“ Að sögn Víðis er þó fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi leyft sér að fagna um helgina þó stutt sé síðan tilslakanir tóku gildi. Margir stórviðburðir hafi verið á dagskrá um helgina með tilheyrandi mannamótum, til að mynda útskriftir úr menntaskólum. Fólk vilji að sjálfsögðu fagna slíkum áfanga. „Maður skilur vel að sérstaklega nýstúdentar hafi viljað fagna vel í gær með vinum sínum. Maður skilur þetta alveg, en maður er samt pínu hræddur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22 Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví en sá sem greindist utan sóttkvíar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að smitrakningu. Víðir segir ekki ólíklegt að einhver tenging finnist við þau smit sem greindust í vikunni en hún sé ekki ljós eins og er. Hann er þó áhyggjufullur yfir fjöldanum í ljósi þess að færri sýni eru tekin um helgar. „Það er áhyggjuefni hvað þetta eru mörg smit sem eru að greinast síðustu daga og að fá svona mörg smit á laugardegi er óvenjulegt því það eru miklu færri sýni tekin um helgar. Þetta er áhyggjuefni verð ég að segja – áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þau smit sem greinast utan sóttkvíar mögulega benda til þess að ekki sé búið að ná utan um þau smit sem hafa verið að dúkka upp síðustu daga. Það sé þróun sem þau hafi séð áður í aðdraganda hópsýkinga og klasamita, en staðan sé þó önnur en á fyrri stigum faraldursins. „Við erum auðvitað í annarri stöðu heldur en við höfum verið með fjölgun þeirra sem eru bólusettir. Við höfum áhyggjur af yngra fólkinu sem var mikið að skemmta sér um helgina, margir að útskrifast og mikil gleði í gangi. Hópsmit á auðveldan aðgang inn í þennan hóp því þar er sáralítill hluti bólusettur.“ Uppskera eftir júní Víðir segir þó ástæðu til bjartsýni, enda sé stór vika fram undan í bólusetningum og mikill fjöldi sem bætist því í hóp bólusettra. Því gæti skipt sköpum að fara varlega næstu vikur svo ekki komi bakslag í baráttuna. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis eru 31,1 prósent landsmanna fullbólusettir, 26,9 prósent búin að fá fyrri skammt og 2,2 prósent með mótefni vegna fyrra smits. Bólusetningar hafa gengið vel til þessa og búist er við því að þúsundir verði boðaðar til bólusetningar í vikunni.Embætti landlæknis „Ef þessar bólusetningar ganga vel eru kannski þrjár vikur í það að við séum búin að ná mjög stórum hluta af þessum unga hópi í fyrri sprautuna sem getur skipt verulega miklu máli,“ segir Víðir og bætir við að uppskeran geti verið ríkuleg. „Ef við tökum því aðeins rólega í júní og njótum þá júlí og ágúst betur, ég held að það sé markmið sem við ættum að setja okkur.“ Að sögn Víðis er þó fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi leyft sér að fagna um helgina þó stutt sé síðan tilslakanir tóku gildi. Margir stórviðburðir hafi verið á dagskrá um helgina með tilheyrandi mannamótum, til að mynda útskriftir úr menntaskólum. Fólk vilji að sjálfsögðu fagna slíkum áfanga. „Maður skilur vel að sérstaklega nýstúdentar hafi viljað fagna vel í gær með vinum sínum. Maður skilur þetta alveg, en maður er samt pínu hræddur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22 Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22
Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26