„Fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 13:14 Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. AÐSEND Njáll Trausti Friðbertsson hafði öruggan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í Suðurkjördæmi. Oddvitarnir ætla sér báðir að ná fleiri mönnum á þing nú en í síðustu alþingiskosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43
Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32