Leikruinn var nokkuð jafn framan af, en um miðbik fyrri hálfleiks fóru Wetzlar að auka forskot sitt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-10, heimamönnum í vil.
Wetzlar voru mun sterkari aðilinn í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu sjö mörk gegn þremur mörkum gestanna á fyrstu mínútunum.
Bergischer náði aldrei að brúa bilið og niðurstaðan því átta marka sigur Wetzlar, 30-22.