„Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2021 13:22 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og þar af tveir utan sóttkvíar við greiningu. Í fyrradag greindust fimm smitaðir og af þeim voru tveir utan sóttkvíar. Víðir segir stöðuna áhyggjuefni. „Já það er það. Alltaf þegar svona er og sérstaklega eins og í þessu tilfelli þar sem raðgreiningartengingin sýnir okkur tengingar dálítið langt aftur í tímann sem segir að þetta er búið að malla í dálítinn tíma og svo er þetta að detta inn eitt og eitt og stundum erfitt að tengja þetta saman í smitrakningunni og það gefur vísbendingar um að það sé enn einhver mallandi sýking tengd þessu sem getur blossað upp.“ Veiran mallað í samfélaginu Rakning hafi gengið vel þó að veiran hafi fengið að malla í samfélaginu. „Þessi týpa af veirunni kemur inn í landið þann 11. apríl, síðan líður dálítill tími og 9. maí förum við að sjá nokkur smit tengd þessari raðgreiningu. Síðan hefur þetta verið að detta inn síðustu daga aftur þannig að þetta er ansi langur tími sem þetta hefur haft tækifæri til að malla í samfélaginu,“ sagði Víðir. Fór óvarlega í sóttkví Hann segir að sá sem kom smitaður til landsins þann 11. apríl hafi farið óvarlega í sóttkví með þeim afleiðingum að smit komst inn í samfélagið. Eftirlit á landamærunum hefur verið aukið frá þeim tíma. „Og harðari aðgerðir á landamærunum síðan í byrjun apríl. Það er að vonandi að skila sér í því að við erum ekki að sjá nein ný smit koma frá landamærunum í mjög langan tíma.“ „Væri ferlega vont að fá nýja bylgju“ „Við höfum alveg séð svona áður sem hefur síðan orðið að hópsmitum þannig þetta er ferli sem við þekkjum aðeins of vel. Þess vegna höfum við áhyggjur núna. Það væri ferlega vont að fá einhverja bylgju þannig maður er að vona að fólk passi sig mjög vel. Þó það sé búið að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að einhverju leyti þá höldum við áfram að passa okkur,“ segir Víðir. Víðir hefur áhyggjur af skemmtanalífinu um helgina þar sem ungt fólk er í meirihluta þeirra sem hafa greinst smitaðir síðustu daga og sameiginlegir snertifletir raktir til veitinga- og skemmtistaða. „Hluti af þeim smitum sem við erum búin að rekja síðustu daga eiga sameiginlega snertifleti á veitinga- eða skemmtistöðum og svo er þetta líka yngra fólk sem er að skemmta sér. Sjá þekkt mynstur „Þetta er eitthvað sem við sáum í upphafi á öðrum bylgjum. Til dæmis í upphafi þriðju bylgjunnar þá voru lang flest smitin sem við vorum að greina í upphafi hennar voru hjá yngra fólki en svo breiddist þetta um allt samfélagið. Þannig við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður og höfum auðvitað áhyggjur af því en á móti kemur að við erum í allt annarri stöðu núna heldur en við vorum í í september eða október út af bólusetningunum,“ segir Víðir. Bólusetningar handan við hornið „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessari helgi. Þetta er sá aldursflokkur sem hefur litla eða nánast enga bólusetningu fengið þannig þetta gæti verið efniviður í faraldur en við verðum aðeins að sjá til hvernig vikan verður í framhaldinu. Þetta er það sem við höfum áhyggjur af. Okkur vantar nokkrar vikur enn í öflugar bólusetningar til að ná utan um þennan hóp og þetta er rétt handan við hornið, að við förum að bólusetja þennan hóp. Þannig það er áhyggjuefni á meðan við erum með stöðugt eitt og eitt smit utan sóttkvíar,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og þar af tveir utan sóttkvíar við greiningu. Í fyrradag greindust fimm smitaðir og af þeim voru tveir utan sóttkvíar. Víðir segir stöðuna áhyggjuefni. „Já það er það. Alltaf þegar svona er og sérstaklega eins og í þessu tilfelli þar sem raðgreiningartengingin sýnir okkur tengingar dálítið langt aftur í tímann sem segir að þetta er búið að malla í dálítinn tíma og svo er þetta að detta inn eitt og eitt og stundum erfitt að tengja þetta saman í smitrakningunni og það gefur vísbendingar um að það sé enn einhver mallandi sýking tengd þessu sem getur blossað upp.“ Veiran mallað í samfélaginu Rakning hafi gengið vel þó að veiran hafi fengið að malla í samfélaginu. „Þessi týpa af veirunni kemur inn í landið þann 11. apríl, síðan líður dálítill tími og 9. maí förum við að sjá nokkur smit tengd þessari raðgreiningu. Síðan hefur þetta verið að detta inn síðustu daga aftur þannig að þetta er ansi langur tími sem þetta hefur haft tækifæri til að malla í samfélaginu,“ sagði Víðir. Fór óvarlega í sóttkví Hann segir að sá sem kom smitaður til landsins þann 11. apríl hafi farið óvarlega í sóttkví með þeim afleiðingum að smit komst inn í samfélagið. Eftirlit á landamærunum hefur verið aukið frá þeim tíma. „Og harðari aðgerðir á landamærunum síðan í byrjun apríl. Það er að vonandi að skila sér í því að við erum ekki að sjá nein ný smit koma frá landamærunum í mjög langan tíma.“ „Væri ferlega vont að fá nýja bylgju“ „Við höfum alveg séð svona áður sem hefur síðan orðið að hópsmitum þannig þetta er ferli sem við þekkjum aðeins of vel. Þess vegna höfum við áhyggjur núna. Það væri ferlega vont að fá einhverja bylgju þannig maður er að vona að fólk passi sig mjög vel. Þó það sé búið að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að einhverju leyti þá höldum við áfram að passa okkur,“ segir Víðir. Víðir hefur áhyggjur af skemmtanalífinu um helgina þar sem ungt fólk er í meirihluta þeirra sem hafa greinst smitaðir síðustu daga og sameiginlegir snertifletir raktir til veitinga- og skemmtistaða. „Hluti af þeim smitum sem við erum búin að rekja síðustu daga eiga sameiginlega snertifleti á veitinga- eða skemmtistöðum og svo er þetta líka yngra fólk sem er að skemmta sér. Sjá þekkt mynstur „Þetta er eitthvað sem við sáum í upphafi á öðrum bylgjum. Til dæmis í upphafi þriðju bylgjunnar þá voru lang flest smitin sem við vorum að greina í upphafi hennar voru hjá yngra fólki en svo breiddist þetta um allt samfélagið. Þannig við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður og höfum auðvitað áhyggjur af því en á móti kemur að við erum í allt annarri stöðu núna heldur en við vorum í í september eða október út af bólusetningunum,“ segir Víðir. Bólusetningar handan við hornið „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessari helgi. Þetta er sá aldursflokkur sem hefur litla eða nánast enga bólusetningu fengið þannig þetta gæti verið efniviður í faraldur en við verðum aðeins að sjá til hvernig vikan verður í framhaldinu. Þetta er það sem við höfum áhyggjur af. Okkur vantar nokkrar vikur enn í öflugar bólusetningar til að ná utan um þennan hóp og þetta er rétt handan við hornið, að við förum að bólusetja þennan hóp. Þannig það er áhyggjuefni á meðan við erum með stöðugt eitt og eitt smit utan sóttkvíar,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira