Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 13:09 Vogafjós er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum til að heimsækja. Nú vantar þar tíu starfsmenn en ekkert gengur að ráða starfsfólk þannig að sumarið verði fullmannað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum