Fótbolti

Evrópubolti í Árósum þökk sé Jóni Degi og Grabara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur fagnar í kvöld.
Jón Dagur fagnar í kvöld. Lars Ronbog/Getty

AGF mun leika í Conference League á næstu leiktíð eftir að Árósarliðið vann 5-3 sigur á AaB í úrslitaleik um Evrópusæti Ceres Park í kvöld.

Bror Blume kom AGF yfir í fyrri hálfleik og var forystan verðskulduð þar sem heimamenn stýrðu leiknum.

Í síðari hálfleik komust gestirnir frá Álaborg meira inn í leikinn og Tom van Weert jafnaði metin á 70. mínútu.

Ekkert mark var skorað það sem eftir lifði leiks og því þurfti að framlengja.

Kasper Kusk kom AaB yfir í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar en á 119. mínútu fékk AGF vítaspyrnu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til.

Þar reyndust AGF sterkari þar sem Jón Dagur skoraði öðru sinni og fyrrum Liverpool markvörðurinn í marki AGF, Kamil Grabara, varði tvær spyrnur.

AGF mun því leika í Conference League á næstu leiktíð en undankeppnin hefst í sumar. Í keppninni eru meðal annars FH, Stjarnan og Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×