Kórónuveirufaraldurinn haft djúpstæð áhrif á vinnumarkaðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:35 Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig djúp sár á íslenskum vinnumarkaði og kemur meira niður á viðkvæmum hópum en í aðrar kreppur hér á landi, að mati ASÍ. Faraldurinn hafi leitt til umfangsmeira atvinnuleysis en áður hafi sést. Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira