Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2021 18:36 Hvítu tölurnar sýna fylgi í könnun Maskínu í desember og þær lituðu fylgi ráðherranna í könnun sem var gerð í maí. Grænar tölur benda til hækkandi fylgis og þær ræðu til lækkandi. Þátttakendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtogi ætti að verða forsætisráðherra eftir kosningar í haust. vísir Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira