Meira um dómara og háskólana Bjarni Már Magnússon skrifar 28. maí 2021 13:01 Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Dómstólar Bjarni Már Magnússon Aukastörf dómara Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun