Gagnrýna manneklu á sjúkrahúsum og seinagang stjórnkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2021 10:46 Félag sjúkrahúslækna segir óvissu um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks hafa áhrif á störf þeirra dag hvern. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra. Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi. Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Þetta segir í annarri ályktun félagsins, sem hélt aðalfund sinn í gær. Þá var kjörið í stjórn á fundinum, en hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður, né Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gáfu kost á sér til endurkjörs. „[Félagið] hvetur stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til þess að tryggja að mönnun lækna sé fullnægjandi svo starfsálag sé ásættanlegt. Starfsumhverfi lækna þarf að styðja við fagleg vinnubrögð þannig að öryggi sjúklinga sé ávallt í öndvegi,“ segir í ályktun félagsins. „Óviðunandi álag á vinnustað getur haft neikvæð áhrif á heilsu starfsmanna og leitt til skertrar starfsgetu. Til að tryggja öryggi á vinnustað er einnig mikilvægt að tryggja eðlilegt framboð sjúkrarúma og þar með lækka meðalnýtingu þeirra til samræmis við þær þjóðir sem við berum okkur saman við.“ Gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu Félagið segir í annarri ályktun, um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, að tryggja þurfi hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins. Þá sé réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks ekki nógu skýr. „Eftir alvarlegt atvik á Landspítalanum árið 2012 var heilbrigðisstarfsmaður í fyrsta skipti á Íslandi ákærður fyrir andlát sjúklings. Umræddur starfsmaður var á endanum sýknaður, en afleiðingar þessarar ákæru hafa enn í dag áhrif á daglegt líf starfsmanna á Landspítalanum,“ segir í ályktuninni. Í kjölfar málsins var starfshópur stofnaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins og var hlutverk hans að stuðla að úrbótum í málum sem þessum innan heilbrigðiskerfisins. „Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins skilaði sínum tillögum árið 2015 en í þeim er óskað eftir talsverðum úrbótum á þessum málaflokki. Í dag, sex árum síðar, hafa engar úrbætur orðið á réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í ályktuninni. Félagið segir seinaganginn í stjórnkerfinu, sem sjáist í þessu máli, óásættanlegan. „Það er krafa Félags sjúkrahúslækna að strax verði gengið í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja hraða og eðlilega málsmeðferð í kjölfar alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins og að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð.“ Nýr formaður, gjaldkeri og ritari kjörinn Á aðalfundinum var einnig kjörið í embætti formanns og gjaldkera, eins og áður segir. Theódór Skúli Sigurðsson var kjörinn formaður og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Theódór hefur setið í stjórn félagsins frá aðalfundi 2020, þar sem hann var kjörinn ritari, og þurfti því að kjósa nýjan ritara í hans stað. Margrét Dís Óskarsdóttir var kjörin ritari og mun hún sinna því starfi í eitt ár. Í stjórn félagsins sitja nú Theódór Skúli, formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður, Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Margrét Dís Óskarsdóttir, ritari, og Ragnheiður Baldursdóttir, meðstjórnandi.
Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira