Íslenski boltinn

Mikið svekkelsi í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavíkurkonur fagna en dómarinn er búinn að dæma markið af.
Keflavíkurkonur fagna en dómarinn er búinn að dæma markið af. S2 Sport

Pepsi Max mörkin ræddu byrjun Keflavíkurkvenna á Íslandsmótinu en hlutirnir hafa ekki alveg fallið með liðinu í upphafi sumars. Tvö mörk voru dæmd af Keflavíkurliðinu í gær og Pepsi Max mörkin skoðuðu þá dóma.

Nýliðar Keflavíkur hafa enn ekki náð að vinna leik í Pepsi Max deild kvenna í sumar og liðið fékk á sig sigurmark rétt fyrir leikslok á móti ÍBV í gær. Það var hins vegar ekki það eina sem féll ekki ekki með Keflavíkurkonum.

„Mikið svekkelsi í Keflavík. Það veit ég,“ sagði Helena Ólafsdóttir umsjónarkona Pepsi Max markanna þegar hún hóf umfjöllunina um Keflavíkurliðið. ÍBV vann 2-1 sigur í Keflavík og Keflavíkurkonur sitja í fallsæti með núll sigra og þrjú stig í fimm leikjum.

Klippa: Pepsi Max Mörkin: Mörk dæmt af Keflavíkurliðinu

„Maður finnur til með þeim eftir þessa byrjun. Fín frammistaða en alltof mikið af jafnteflum sem gefa ekki mikið þegar talið er upp úr kössunum,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum.

„Svo að tapa svona jöfnum leik á 89. mínútu og skora tvö mörk sem við þurfum að skoða betur hvort áttu að standa eða ekki,“ sagði Mist.

Stelpurnar í Pepsi Max mörkunum voru sammála um það að Aerial Chavarin hafi verið réttstæð í marki sem var dæmt af henni. Þær skoðuðu líka markið sem Keflavíkurliðið fékk ekki dæmt gilt í lokið.

Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um mörk sem voru dæmt af Keflavík á móti ÍBV í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×