Ein sú besta í heimi neitar að tala við blaðamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 16:01 Naomi Osaka er búin að fá sig fullsadda af blaðamannafundum sem hún segir fara illa með andlega heilsu íþróttafólks. EPA-EFE/DAVE HUNT Tennisstjarnan Naomi Osaka ætlar ekki að tala við fjölmiðlamenn á meðan hún tekur þátt í Opna franska meistaramótinu í ár. Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka)
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira