Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2021 20:03 Álfadís með eigendum sínum, þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni í Syðri Gegnishólum með folaldið sitt, sem er það tuttugasta sem hún kastar. Ekki er komið nafn á folaldið, sem er skjóttur hestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi. Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Það eru þau Olil Amble og Bergur Jónsson, sem eiga og reka hrossaræktarbúið á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi. Þau hafa náð einstökum árangri með hrossin sín í gegnum árin en upp úr stendur þó ræktarhryssan Álfadís, sem er orðinn 25 vetra og var að kasta sínu tuttugasta folaldi en faðir þess er Stáli frá Kjarri í Ölfusi. Ekki er vitað til þess að önnur hryssa á Íslandi hafi átt svona mikið af folöldum „Þetta er náttúrulega einstök hryssa. Hún er drottning í stóðinu og hún veit af því. Alstærsti eiginleikinn hennar er geðslagið, geðslagið er svo samvinnufúst,“ segir Bergur. Olil tekur undir orð Bergs. „Já, það er mikil gæfa að fá að eiga svona meri, hún er búin að færa okkur mikla ánægju og mörg frábær afkvæmi.“ Bergur og Olil segjast ekkert stjana sérstaklega við Álfadísi. „Nei, nei við stjönum bara við allar merarnar okkar, þær eru allar sérstakar og þess vegna eru þær hér í ræktun,“ segir Olil og hlær. Eitt af frægustu afkvæmum Álfadísar er stóðhesturinn Álfaklettur sem eru nú í sæðingum í Syðri Gegnishólum en hann er hæst dæmdi kynbótahestur heims. En verður hann alltaf íslenskur eða verður hann seldur til útlanda? „Nei, hann verður íslenskur, hann fer ekki til útlanda. Það er búið að falast eftir honum en hann er ekki á förum, við ætlum að hafa hann hér, við lofum því,“ segir Olil. Álfaklettur mun alltaf verða á Íslandi, því lofa Olil og Bergur en hann er í sæðingum hjá þeim þessar vikurnar enda langur listi af hryssum, sem bíða eftir sæði frá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Hestar Landbúnaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira