Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:26 Embætti landlæknis styður bann við spilakössum samkvæmt umsögn þeirra við frumvarp um bann við spilakössum. vísir/VIlhelm Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans. Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans.
Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira