Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 15:43 Margrét er með BA í bókmenntafræði og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn. Vísir/Vilhelm Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira
Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021.
Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira