Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 14:38 Málinu var áfrýjað beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar eins og hefð er fyrir. Vísir/Hanna Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. Um var að ræða mál tveggja hjóna sem tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Var sjóðurinn sýknaður máli annarra hjónanna en dómurinn í máli hinna ómerktur þar sem Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa byggt niðurstöðu sína á málsaðstæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsins en gerðu ekki. Málin varða mikla hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Hjónin Erla Stefánsdóttir og Finnbjörn Börkur Ólafsson fögnuðu sigrinum í héraði í desember þó með þeim fyrirvara að málinu væri ekki lokið. Íslensk stjórnvöld ákváðu að áfrýja dómunum í héraði beint til Hæstaréttar í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir væru. „Það sem við ætlum að gera í þessu máli er að við ætlum að reyna að fara eins skjóta leið og hægt er í gegnum dómskerfið og við munum láta reyna á sérstaka heimild í lögunum til þess að óska eftir beinni meðferð fyrir Hæstarétti, fram hjá Landsrétti, til þess að málsmeðferðartíminn verði sem allra stystur,“ segir Bjarni Benediktsson í ræðu á Alþingi þann 10. desember vegna málsins. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í kjölfar dómanna í héraði kom fram að innheimtir hefðu verið 5,2 milljarðar króna í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum. Ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána væru um þrír milljarðar króna. Tilgangur gjaldanna væri að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána. Lántakendur með uppgreiðslugjald eru um 8500 talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Um var að ræða mál tveggja hjóna sem tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Var sjóðurinn sýknaður máli annarra hjónanna en dómurinn í máli hinna ómerktur þar sem Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa byggt niðurstöðu sína á málsaðstæðum sem hefðu mátt koma fram við meðferð málsins en gerðu ekki. Málin varða mikla hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Hjónin Erla Stefánsdóttir og Finnbjörn Börkur Ólafsson fögnuðu sigrinum í héraði í desember þó með þeim fyrirvara að málinu væri ekki lokið. Íslensk stjórnvöld ákváðu að áfrýja dómunum í héraði beint til Hæstaréttar í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir væru. „Það sem við ætlum að gera í þessu máli er að við ætlum að reyna að fara eins skjóta leið og hægt er í gegnum dómskerfið og við munum láta reyna á sérstaka heimild í lögunum til þess að óska eftir beinni meðferð fyrir Hæstarétti, fram hjá Landsrétti, til þess að málsmeðferðartíminn verði sem allra stystur,“ segir Bjarni Benediktsson í ræðu á Alþingi þann 10. desember vegna málsins. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í kjölfar dómanna í héraði kom fram að innheimtir hefðu verið 5,2 milljarðar króna í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum. Ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána væru um þrír milljarðar króna. Tilgangur gjaldanna væri að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána. Lántakendur með uppgreiðslugjald eru um 8500 talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30