„Öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel“ Snorri Másson skrifar 27. maí 2021 13:36 Sigmar Guðmundsson kveður RÚV eftir 23 ár og er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson: „Ég er bara öfgalaus maður sem vill samfélaginu vel. Ég held að Viðreisn sé góður staður til þess.“ Sigmar Guðmundsson kveður svið fjölmiðlanna eftir 30 ára starf, þar af 23 á RÚV. Hann er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, á eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins. Tilfinningin að vera staddur í viðtali við blaðamann sem stjórnmálamaður er skrýtin, segir Sigmar. „En skrýtnast fannst mér að segja upp á RÚV eftir allan þennan frábæra tíma,“ segir hann. Ertu að koma út úr skápnum sem hægrimaður? „Ja, ég vona alla vega að fólk hafi ekki getað lesið sérstaklega mikið í skoðanir mínar á störfum mínum hingað til. En við erum auðvitað þannig fjölmiðlamenn að við höfum skoðanir á ýmsu,“ segir Sigmar. Nú sé kominn tími til að prófa að vera hinum megin við borðið og láta til sín taka. Sigmar segir brotthvarf sitt úr fjölmiðlunum ekki dæmi um hefðbundinn spekileka úr þeirri stétt; heldur hafi hann staðið sína plikt. „Ég er búinn að vera lengi í hinu, fengið að gera ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum, en nú tekur við nýtt og mjög spennandi verkefni,“ segir Sigmar. Frjálslyndi lykilorð Frjálslyndi er lykilorð í störfum Viðreisnar, sem Sigmar segir að rími mjög vel við hans hugsjónir. „Ég er mjög hrifinn af því hve sterkt það orð kemur fram í störfum flokksins og svo er ég eindreginn talsmaður þess að það þurfi að gera eitthvað í gjaldmiðlamálunum hérna. Það er búið að venja okkur við þá hugsun að hér séu bara alltaf háir vextir og verðbólga, en það er ekki lögmál. Síðan eru alls kyns almennar pælingar eins og um að gæta almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna og býsna margt annað,“ segir Sigmar. Sigmar hefur fulla trú á að hann komist inn á þing, en Viðreisn náði tveimur mönnum inn í kjördæminu í síðustu kosningum. „Ég hefði aldrei sagt upp á RÚV nema ef ég hefði fulla trú á að komast inn á þing og ég held raunar að Viðreisn eigi góðan möguleika á að ná inn þriðja manni í kjördæminu,“ segir Sigmar. Þriðji maður á lista Viðreisnar í Kraganum er Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Sigmar sagði upp á RÚV í gær, eftir að hafa fengið það staðfest frá uppstillingarnefnd í fyrradag að svona yrði listinn. Nú er hann hættur í útsendingum, gengur frá lausum endum á næstu dögum og mætir síðan til leiks í pólitíkina. Og væntanlega í fjölmiðlana, en þá í nýju hlutverki sem skotspónn. Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hafnarfjörður. 2. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður. Garðabær. 3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Mosfellsbær. 4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi. Garðabær. 5. Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi. Hafnarfjörður. 6. Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur. Garðabær. 7. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður. Kópavogur. 8. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi. Hafnarfjörður. 9. Sigrún Jónsdóttir flugfreyja. Hafnarfjörður. 10. Guðlaugur Kristmundsson þjálfari. Garðabær. 11. Kristín Pétursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hafnarfjörður. 12. Ívar Lilliendahl læknir. Mosfellsbær. 13. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir sölufulltrúi. Hafnarfjörður. 14. Hermundur Sigurðsson raffræðingur. Hafnarfjörður. 15. Soumia I Georgsdóttir framkvæmdastjóri. Kópavogur. 16. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögmaður. Kópavogur. 17. Sigríður Sía Þórðardóttir forstöðumaður. Kópavogur. 18. Jón Gunnarsson háskólanemi. Garðabær. 19. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta. Hafnarfjörður. 20. Páll Árni Jónsson stjórnarformaður. Seltjarnarnes. 21. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir dagskrárgerðarkona. Reykjavík. 22. Magnús Ingibergsson húsasmíðameistari. Mosfellsbær. 23. Þórey S. Þórisdóttir doktorsnemi. Hafnarfjörður. 24. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi. Álftanes. 25. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Kópavogur. 26. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra. Reykjavík. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Ríkisútvarpið Alþingi Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 25. maí 2021 20:28 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Sigmar Guðmundsson kveður svið fjölmiðlanna eftir 30 ára starf, þar af 23 á RÚV. Hann er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, á eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins. Tilfinningin að vera staddur í viðtali við blaðamann sem stjórnmálamaður er skrýtin, segir Sigmar. „En skrýtnast fannst mér að segja upp á RÚV eftir allan þennan frábæra tíma,“ segir hann. Ertu að koma út úr skápnum sem hægrimaður? „Ja, ég vona alla vega að fólk hafi ekki getað lesið sérstaklega mikið í skoðanir mínar á störfum mínum hingað til. En við erum auðvitað þannig fjölmiðlamenn að við höfum skoðanir á ýmsu,“ segir Sigmar. Nú sé kominn tími til að prófa að vera hinum megin við borðið og láta til sín taka. Sigmar segir brotthvarf sitt úr fjölmiðlunum ekki dæmi um hefðbundinn spekileka úr þeirri stétt; heldur hafi hann staðið sína plikt. „Ég er búinn að vera lengi í hinu, fengið að gera ótrúlega mikið af skemmtilegum hlutum, en nú tekur við nýtt og mjög spennandi verkefni,“ segir Sigmar. Frjálslyndi lykilorð Frjálslyndi er lykilorð í störfum Viðreisnar, sem Sigmar segir að rími mjög vel við hans hugsjónir. „Ég er mjög hrifinn af því hve sterkt það orð kemur fram í störfum flokksins og svo er ég eindreginn talsmaður þess að það þurfi að gera eitthvað í gjaldmiðlamálunum hérna. Það er búið að venja okkur við þá hugsun að hér séu bara alltaf háir vextir og verðbólga, en það er ekki lögmál. Síðan eru alls kyns almennar pælingar eins og um að gæta almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna og býsna margt annað,“ segir Sigmar. Sigmar hefur fulla trú á að hann komist inn á þing, en Viðreisn náði tveimur mönnum inn í kjördæminu í síðustu kosningum. „Ég hefði aldrei sagt upp á RÚV nema ef ég hefði fulla trú á að komast inn á þing og ég held raunar að Viðreisn eigi góðan möguleika á að ná inn þriðja manni í kjördæminu,“ segir Sigmar. Þriðji maður á lista Viðreisnar í Kraganum er Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Sigmar sagði upp á RÚV í gær, eftir að hafa fengið það staðfest frá uppstillingarnefnd í fyrradag að svona yrði listinn. Nú er hann hættur í útsendingum, gengur frá lausum endum á næstu dögum og mætir síðan til leiks í pólitíkina. Og væntanlega í fjölmiðlana, en þá í nýju hlutverki sem skotspónn. Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hafnarfjörður. 2. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður. Garðabær. 3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Mosfellsbær. 4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi. Garðabær. 5. Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi. Hafnarfjörður. 6. Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur. Garðabær. 7. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður. Kópavogur. 8. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi. Hafnarfjörður. 9. Sigrún Jónsdóttir flugfreyja. Hafnarfjörður. 10. Guðlaugur Kristmundsson þjálfari. Garðabær. 11. Kristín Pétursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hafnarfjörður. 12. Ívar Lilliendahl læknir. Mosfellsbær. 13. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir sölufulltrúi. Hafnarfjörður. 14. Hermundur Sigurðsson raffræðingur. Hafnarfjörður. 15. Soumia I Georgsdóttir framkvæmdastjóri. Kópavogur. 16. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögmaður. Kópavogur. 17. Sigríður Sía Þórðardóttir forstöðumaður. Kópavogur. 18. Jón Gunnarsson háskólanemi. Garðabær. 19. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta. Hafnarfjörður. 20. Páll Árni Jónsson stjórnarformaður. Seltjarnarnes. 21. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir dagskrárgerðarkona. Reykjavík. 22. Magnús Ingibergsson húsasmíðameistari. Mosfellsbær. 23. Þórey S. Þórisdóttir doktorsnemi. Hafnarfjörður. 24. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi. Álftanes. 25. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Kópavogur. 26. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra. Reykjavík.
Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hafnarfjörður. 2. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður. Garðabær. 3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Mosfellsbær. 4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi. Garðabær. 5. Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi. Hafnarfjörður. 6. Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur. Garðabær. 7. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður. Kópavogur. 8. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi. Hafnarfjörður. 9. Sigrún Jónsdóttir flugfreyja. Hafnarfjörður. 10. Guðlaugur Kristmundsson þjálfari. Garðabær. 11. Kristín Pétursdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hafnarfjörður. 12. Ívar Lilliendahl læknir. Mosfellsbær. 13. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir sölufulltrúi. Hafnarfjörður. 14. Hermundur Sigurðsson raffræðingur. Hafnarfjörður. 15. Soumia I Georgsdóttir framkvæmdastjóri. Kópavogur. 16. Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lögmaður. Kópavogur. 17. Sigríður Sía Þórðardóttir forstöðumaður. Kópavogur. 18. Jón Gunnarsson háskólanemi. Garðabær. 19. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta. Hafnarfjörður. 20. Páll Árni Jónsson stjórnarformaður. Seltjarnarnes. 21. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir dagskrárgerðarkona. Reykjavík. 22. Magnús Ingibergsson húsasmíðameistari. Mosfellsbær. 23. Þórey S. Þórisdóttir doktorsnemi. Hafnarfjörður. 24. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi. Álftanes. 25. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Kópavogur. 26. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra. Reykjavík.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Ríkisútvarpið Alþingi Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 25. maí 2021 20:28 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 25. maí 2021 20:28