Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 14:00 Valur og KA mætast í 8-liða úrslitum ef staða liðanna í Olís-deildinni breytist ekki í kvöld. Ef Valur endar ofar mætast liðin á Akureyri á mánudag eða þriðjudag, og svo í Reykjavík næsta fimmtudag eða föstudag. vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt. Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt.
Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss
Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA
Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira