Stóra samhengið Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. maí 2021 08:30 Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Jafnréttismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að festast í smáatriðum og jafnvel láta hugfallast þegar bylur á í lífinu. Spegillinn endurspeglar ekki oft raunveruleikann, heldur þá ímynd sem við erum föst í, eða jafnvel vön. Sú sýn sem við okkur blasir getur verið heftandi, letjandi eða reynir á þolgæði landans. En sem betur fer erum við Íslendingar hugrökk, djörf og sækin í eðli okkar. Í hinu stóra samhengi þá erum við 370 þúsund einstaklingar sem búum á þessari einstaklega fallegu en óvægnu eyju á miðju Atlantshafi. Hagkerfið er lítið og viðkvæmt en með mikla aðlögunarhæfni. Auðlindir eru ríflegar, sama hvort um er að ræða náttúru lands, man/nauð, hugvit eða iðnaðarkost. Okkur eru allir vegir færir. Núna þegar við sjáum loksins til sólar, og nóg af Stóru Gulu – því ekki fáum við nóg D vítamín hér efst á Jarðarkringlunni, er mikilvægt að halda sýn á hinu stóra samhengi. Atvinnuleysi er enn umtalsvert og sligandi. Efnahagslífið hefur misst heila hönd við fráfall ferðafólks af völdum Veirunnar, en sem betur fer erum við að fá heimsóknir erlendis frá í varlegu magni sem veitir lífskorn í hagkerfið. Við þurfum engu að síður á öllum okkar færu vinnandi höndum að halda til að geta lifað, skapað og notið þess að búa hér saman. Ekki síst fyrir unga, aldna og sjúka. Styrkur hvers samfélags mælist af því hversu vel hægt er að sinna þeim þremur lýðbreytum. Veljum að huga að hinu stóra samhengi, með því að velja fjölbreytni og að rækta jafnrétti í hvívetna. Íslendinga er að ákveða og raungera sköpun tækifæra til þess að við getum öll sem hér búum land lagt hönd á plóg – okkur til gæfu og gjörvileika. Þá skipta smáatriðin ekki svo miklu máli. Höfundur er formaður FKA, eigandi Vinnupalla og fjárfestir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar