Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:07 Kringlan í og eftir samkomubann. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. „Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“ Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“
Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira