Áður í Eden Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 26. maí 2021 14:30 Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun