Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 13:27 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira