Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 09:40 Alexander Lukashenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira