Þá var tilkynnt um nytjastuld bifreiðar í Kópavogi í nótt. Lögreglumenn rákust á bifreiðina á Snorrabraut skömmu síðar og gáfu stöðvunarmerki sem ökumaðurinn hunsaði. Var hann stöðvaður stuttu seinna, reyndi að komast undan en var handtekinn.
Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna, nytjastuld bifreiðar, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, umferðaróhapp og eignaspjöll.
Einn var handtekinn í nótt fyrir líkamsárás og annar þar sem hann reyndi að brjótast inn í húsnæði í miðborginni. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.