Sævar Atli: Getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2021 22:01 Sævar Atli Magnússon hefur skorað fimm mörk í jafn mörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, brosti breitt eftir sigurinn á FH, 2-1, í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Leiknismanna í leiknum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Ég veit það nú ekki. Ég held að fyrsti leikurinn í efstu deild 2015 sé enn það stærsta,“ sagði Sævar Atli aðspurður hvort sigurinn á FH hafi verið stærsta stundin á hans fótboltaferli. Leiknismenn hafa fengið sjö stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum. „Þetta var geðveikt. Við erum búnir að mæta þremur hörkuliðum en við ætlum okkur alltaf þrjú stig á heimavelli, sama hver mótherjinn er.“ FH komst yfir á 21. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sævar Atli eftir frábæran undirbúning Emils Berger. „Það var ógeðslega mikilvægt að jafna strax. Mér leið samt vel koma inn í leikinn og þegar við fengum á okkur mark hugsaði ég að við myndum bara halda áfram,“ sagði Sævar Atli. „Við sköpuðum okkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, skoruðum rangstöðumark og ég klúðraði líka færi. En við vorum þéttir í dag.“ Leiknismenn voru minna með boltann í leiknum í kvöld en sköpuðu sér hættulegri færi. „Við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka og leyfa þeim að vera með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. En við vorum mjög góðir í skyndisóknunum og nýttum okkur þær mjög vel. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag og varnarleikurinn okkar var flottur,“ sagði Sævar Atli. Leiknir er með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Pepsi Max-deildinni. Sævar Atli segir að byrjunin komi Leiknismönnum ekki á óvart. „Alls ekki. Ég er búinn að segja þetta nokkrum sinnum að við bjuggumst alveg við að okkur yrði spáð falli en það var kannski svekkjandi hvað fólk og fjölmiðlar vissu lítið um okkur. Við vorum búnir að vera lengi í næstefstu deild en við erum með hörkuflott lið,“ sagði Sævar Atli. „Þú getur alltaf sagt að liðsheildin sé góð en hún er virkilega góð í Efra-Breiðholtinu. Við tökum vel á móti öllum og þetta er bara geðveikt sumar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Umfjöllun: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37