Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 09:01 Á síðustu árum hafa fjölskyldumynstur tekið miklum breytingum. Þáttur stjúpforeldra í uppeldi barna hefur aukist. Hvergi í Evrópu eru jafn mörg börn fædd utan hjónabands og á Íslandi. Stjúpforeldrar líkt og foreldrar verða mikilvægir í lífi stjúpbarns, sem og stjúpbarnið í augum stjúpforeldris. Krafa um samfellda sambúð Stjúpættleiðing er ættleiðing á barni eða kjörbarni maka umsækjanda, hjúskapar- eða sambúðarmaka og oft á tíðum eðlileg framvinda þegar einstaklingur hefur gengið barni í móður- eða föðurstað. Við stjúpættleiðingu rofna öll tengsl barnsins við annað kynforeldri og stjúpforeldrið verður lagalegt foreldri í öllum skilningi. Í þeim kringumstæðum þegar kynforeldri er litlum eða engum kringumstæðum við barn sitt eða ef það er látið hefur stjúpforeldri fengið leyfi til þess að ættleiða barnið. Til þess að einstaklingur geti lagt fram umsókn um stjúpættleiðingu skal umsækjandi hafa verið í samfelldri sambúð með foreldri eða kjörforeldri barns í að minnsta kosti fimm ár. Stjúpættleiðing ekki möguleg eftir skilnað eða andlát Lífið er nú þannig að ekki öll hjónabönd eða sambúðir halda út, en tengsl sem myndast á þeim tíma milli einstaklinga halda þó áfram út lífið. Íslensk lög um ættleiðingar gera ekki ráð fyrir því að stjúpforeldri óski eftir að ættleiða stjúpbarn sitt eftir að hafa slitið hjónabandi eða sambúð við foreldrið. Eins og staðan er nú getur einstaklingur sem alið hefur upp barn í fjölda ára ekki sótt um að stjúpættleiða það barn ef viðkomandi hefur slitið sambúð eða hjónabandi við hitt foreldrið. Þá eru skilyrði umsækjanda heldur ekki uppfyllt ef foreldrið fellur frá þar sem umsækjandi er ekki í hjúskap eða sambúð þegar umsókn berst. Samkvæmt núgildandi lögum getur einstaklingur sem óskar eftir að ættleiða barn sem alist hefur upp hjá umsækjanda einungis sótt um ættleiðingu sem einstaklingur, það hefur þau réttaráhrif að lagatengsl við báða blóðforeldra rofnar. Hægt að breyta lögunum Þetta gat á lögum um ættleiðingar er ekki stórt og það er auðvelt að stoppa í það. Eðlilegast væri að einstaklingur sem gengið hefur barni í móður- eða föðurstað í fjölda ára geti enn fengið að vera foreldri barnsins og veitt því sömu réttindin og mögulega önnur börn viðkomandi þrátt fyrir sambandsslit eða andlát. Því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar þar sem einstaklingi sem hefur verið í hjúskap eða sambúð í að minnsta kosti fimm ár með foreldri barns óskað eftir að ættleiða barnið þrátt fyrir að hafa slitið samvistum. Einnig legg ég til í frumvarpinu að mögulegt sé að óska eftir að ættleiða barn hafi maki eða sambúðarmaki fallið frá. Það er óvíst að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi, en mikilvægt er að opna þessa umræðu. Þetta eru litlar breytingar á löggjöfinni en geta verið gríðarlega mikilvægar fyrir þá einstaklinga sem eiga hér undir. Samfélagið breytist og löggjafinn þarf að fylgjast með. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fjölskyldumál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa fjölskyldumynstur tekið miklum breytingum. Þáttur stjúpforeldra í uppeldi barna hefur aukist. Hvergi í Evrópu eru jafn mörg börn fædd utan hjónabands og á Íslandi. Stjúpforeldrar líkt og foreldrar verða mikilvægir í lífi stjúpbarns, sem og stjúpbarnið í augum stjúpforeldris. Krafa um samfellda sambúð Stjúpættleiðing er ættleiðing á barni eða kjörbarni maka umsækjanda, hjúskapar- eða sambúðarmaka og oft á tíðum eðlileg framvinda þegar einstaklingur hefur gengið barni í móður- eða föðurstað. Við stjúpættleiðingu rofna öll tengsl barnsins við annað kynforeldri og stjúpforeldrið verður lagalegt foreldri í öllum skilningi. Í þeim kringumstæðum þegar kynforeldri er litlum eða engum kringumstæðum við barn sitt eða ef það er látið hefur stjúpforeldri fengið leyfi til þess að ættleiða barnið. Til þess að einstaklingur geti lagt fram umsókn um stjúpættleiðingu skal umsækjandi hafa verið í samfelldri sambúð með foreldri eða kjörforeldri barns í að minnsta kosti fimm ár. Stjúpættleiðing ekki möguleg eftir skilnað eða andlát Lífið er nú þannig að ekki öll hjónabönd eða sambúðir halda út, en tengsl sem myndast á þeim tíma milli einstaklinga halda þó áfram út lífið. Íslensk lög um ættleiðingar gera ekki ráð fyrir því að stjúpforeldri óski eftir að ættleiða stjúpbarn sitt eftir að hafa slitið hjónabandi eða sambúð við foreldrið. Eins og staðan er nú getur einstaklingur sem alið hefur upp barn í fjölda ára ekki sótt um að stjúpættleiða það barn ef viðkomandi hefur slitið sambúð eða hjónabandi við hitt foreldrið. Þá eru skilyrði umsækjanda heldur ekki uppfyllt ef foreldrið fellur frá þar sem umsækjandi er ekki í hjúskap eða sambúð þegar umsókn berst. Samkvæmt núgildandi lögum getur einstaklingur sem óskar eftir að ættleiða barn sem alist hefur upp hjá umsækjanda einungis sótt um ættleiðingu sem einstaklingur, það hefur þau réttaráhrif að lagatengsl við báða blóðforeldra rofnar. Hægt að breyta lögunum Þetta gat á lögum um ættleiðingar er ekki stórt og það er auðvelt að stoppa í það. Eðlilegast væri að einstaklingur sem gengið hefur barni í móður- eða föðurstað í fjölda ára geti enn fengið að vera foreldri barnsins og veitt því sömu réttindin og mögulega önnur börn viðkomandi þrátt fyrir sambandsslit eða andlát. Því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar þar sem einstaklingi sem hefur verið í hjúskap eða sambúð í að minnsta kosti fimm ár með foreldri barns óskað eftir að ættleiða barnið þrátt fyrir að hafa slitið samvistum. Einnig legg ég til í frumvarpinu að mögulegt sé að óska eftir að ættleiða barn hafi maki eða sambúðarmaki fallið frá. Það er óvíst að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi, en mikilvægt er að opna þessa umræðu. Þetta eru litlar breytingar á löggjöfinni en geta verið gríðarlega mikilvægar fyrir þá einstaklinga sem eiga hér undir. Samfélagið breytist og löggjafinn þarf að fylgjast með. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar