Segja að Real vilji losna við Bale og Hazard | Allegri tilkynntur í næstu viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 17:45 Þessir tveir verða eflaust ekki í leikmannahópi Real Madrid á næstu leiktíð. Oscar J. Barroso/Getty Images Heimildir Sky Sports herma að Real Madríd vilji losna við vængmennina Gareth Bale og Eden Hazard í sumar. Reikna má með mikilli uppstokkun hjá Madrídingum í sumar þar sem Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, virðist einnig á förum. Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira