„Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi.
Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc
— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021
Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu.
Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna.
Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós.
Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið.
Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn.