Aðskilnaður dóms- og kennivalds Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson skrifa 24. maí 2021 17:01 Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Bjarni Már Magnússon Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun