Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að það hafi verið kalt á landinu undanfarið en þó hafi mátt hafa það bærilegt með því að leita skjóls á sólríkum stöðum.
„Hitatölurnar eru á uppleið í vikunni þegar hlýr loftmassi færist yfir landið og tölurnar verða hærri en við höfum séð síðustu vikur.“
Eftir litla úrkomu undanfarið sé gróður þurr allvíða á landinu og því áfram hætta á gróðureldum. Lítilli eða engri úrkomu er spáð á landinu næstu daga og eru því ekki líkur á að ástandið breytist. Þó er möguleiki á sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanhafs í vikulokin.
Á morgun er spáð suðaustan þremur til átta metrum á sekúndu en átta til þrettán á suðvesturhorninu. Víða léttskýjað en skýjað með austur- og suðurströndinni. Hiti verður frá fimm stigum austast á landinu upp í fimmtán stig á Vesturlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 á suðvesturhorninu. Víða léttskýjað, en skýjað með austur- og suðurströndinni. Hiti frá 5 stigum austast á landinu, upp í 15 stig á Vesturlandi.
Á miðvikudag og fimmtudag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 og léttskýjað, en austan 10-15 og skýjað við suðurströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
Á föstudag: Suðaustan 5-13 og væta með köflum á sunnanverðu landinu, en víða þurrt og bjart annars staðar. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og vætusamt með hita 7 til 12 stig, en þurrt norðaustantil á landinu með hita að 18 stigum.