Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 13:48 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira