Landsmenn héldu í sér á meðan Gagnamagnið steig á stokk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 15:00 Sjá má á þessu grafi hve mikið notkun á köldu vatni minnkaði á meðan Daði og Gagnamagnið stigu á stokk í Rotterdam. Veitur Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu. Veitur tóku saman tölur um rennsli á köldu vatni á meðan á útsendingu Eurovision stóð og minnkaði notkunin umtalsvert á meðan íslenska lagið var í loftinu. Í tilkynningu frá Veitum segir að stórir viðburðir sem þessir gefi áhugaverðar upplýsingar um sameiginlegt hegðunarmynstur borgarbúa „og væntanlega landsmanna allra“. „Leiða má líkum að því að skrifa megi sveiflur í notkun vatns, á meðan á söngvakeppninni stendur, á að fólk sé að létta á sér og sturta niður. Svo virðist sem nokkur fjöldi hafi séð ástæðu til að skreppa á klóið áður en myndbandið með framlagi Íslands, 10 Years, var sýnt og hið sama var uppi á teningnum þegar laginu lauk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að vatnsnotkun Reykvíkinga sé yfirleitt töluvert minni þegar lokakeppni Eurovision stendur yfir en á hefðbundnu laugardagskvöldi. Notkunin minnki svo stöðugt þegar líði á kvöldið, sé með minnsta móti þegar íslenska lagið er flutt og svo aftur þegar úrslitin eru kynnt. Að lokinni útsendingu aukist vatnsnotkun svo aftur og verði fljótt í samræmi við það sem gerist á venjulegum laugardagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Veitur tóku saman tölur um rennsli á köldu vatni á meðan á útsendingu Eurovision stóð og minnkaði notkunin umtalsvert á meðan íslenska lagið var í loftinu. Í tilkynningu frá Veitum segir að stórir viðburðir sem þessir gefi áhugaverðar upplýsingar um sameiginlegt hegðunarmynstur borgarbúa „og væntanlega landsmanna allra“. „Leiða má líkum að því að skrifa megi sveiflur í notkun vatns, á meðan á söngvakeppninni stendur, á að fólk sé að létta á sér og sturta niður. Svo virðist sem nokkur fjöldi hafi séð ástæðu til að skreppa á klóið áður en myndbandið með framlagi Íslands, 10 Years, var sýnt og hið sama var uppi á teningnum þegar laginu lauk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að vatnsnotkun Reykvíkinga sé yfirleitt töluvert minni þegar lokakeppni Eurovision stendur yfir en á hefðbundnu laugardagskvöldi. Notkunin minnki svo stöðugt þegar líði á kvöldið, sé með minnsta móti þegar íslenska lagið er flutt og svo aftur þegar úrslitin eru kynnt. Að lokinni útsendingu aukist vatnsnotkun svo aftur og verði fljótt í samræmi við það sem gerist á venjulegum laugardagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta segja útlendingar um frammistöðu Íslands Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær. 23. maí 2021 10:27
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24
Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur. 23. maí 2021 07:29