Boltastrákarnir voru búnir að segja mér að koma til sín Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 22:50 Orri Hrafn Kjartansson stóð við sitt og hljóp til boltastrákanna sem vildu fagna með hetjunni sinni. Stöð 2 Sport „Það var hrikalega gott og mikilvægt að fá þrjú stig hérna heima í kvöld, og sýna hvað í okkur býr,“ sagði hinn 19 ára gamli Orri Hrafn Kjartansson sem skoraði tvö afar lagleg mörk í fyrsta sigri Fylkis í sumar. Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld, eftir að hafa verið á botni deildarinnar að loknum fjórum leikjum með aðeins tvö stig. Nú eru Fylkismenn í 7. sæti. „Jafnteflið uppi í Kórnum, eftir mark á síðustu stundu, var þungt högg. Í leiknum við Leikni hefðum við getað jafnað í lokin en í staðinn fór þetta á hinn veginn. Við þurftum að gera betur og sýna að við eigum að vera komnir með fleiri stig en við erum komnir með,“ sagði Orri Hrafn. Keflavík komst reyndar yfir strax í upphafi leiks í kvöld en Fylkismenn svöruðu því af krafti: „Það er erfitt að fá á sig mark svona úr föstu leikatriði en mér fannst við töluvert betri á hverri mínútu eftir markið. Við rifum okkur í gang stjórnuðum fyrri hálfleik algjörlega. Við komum líka grimmir út í seinni hálfleikinn, þó að það hafi minnkað aðeins eftir fjórða markið okkar, en menn voru tilbúnir að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“ Orri Hrafn skoraði fyrra mark sitt í kvöld þegar hann kom Fylki yfir í fyrri hálfleik. Seinna markið kom úr sérlega glæsilegu skoti utan teigs frá þessum uppalda Fylkismanni, sem um tíma lék með unglingaliðum Heerenveen í Hollandi en sneri heim í fyrra. Orri Hrafn fagnaði seinna markinu vel og innilega: „Þeir voru þarna nokkrir boltastrákar á vellinum búnir að segja mér að koma til sín ef að ég myndi skora. Ég hljóp til þeirra og stóð við mitt,“ sagði Orri Hrafn brosandi. „Að sjálfsögðu er frábært að skora og hvað þá tvö mörk. Ég var tilbúinn, vissi mitt hlutverk í kvöld og ég er mjög sáttur. Aðalatriðið var þó að fá þrjú stig.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld, eftir að hafa verið á botni deildarinnar að loknum fjórum leikjum með aðeins tvö stig. Nú eru Fylkismenn í 7. sæti. „Jafnteflið uppi í Kórnum, eftir mark á síðustu stundu, var þungt högg. Í leiknum við Leikni hefðum við getað jafnað í lokin en í staðinn fór þetta á hinn veginn. Við þurftum að gera betur og sýna að við eigum að vera komnir með fleiri stig en við erum komnir með,“ sagði Orri Hrafn. Keflavík komst reyndar yfir strax í upphafi leiks í kvöld en Fylkismenn svöruðu því af krafti: „Það er erfitt að fá á sig mark svona úr föstu leikatriði en mér fannst við töluvert betri á hverri mínútu eftir markið. Við rifum okkur í gang stjórnuðum fyrri hálfleik algjörlega. Við komum líka grimmir út í seinni hálfleikinn, þó að það hafi minnkað aðeins eftir fjórða markið okkar, en menn voru tilbúnir að gera allt til að ná í þessi þrjú stig.“ Orri Hrafn skoraði fyrra mark sitt í kvöld þegar hann kom Fylki yfir í fyrri hálfleik. Seinna markið kom úr sérlega glæsilegu skoti utan teigs frá þessum uppalda Fylkismanni, sem um tíma lék með unglingaliðum Heerenveen í Hollandi en sneri heim í fyrra. Orri Hrafn fagnaði seinna markinu vel og innilega: „Þeir voru þarna nokkrir boltastrákar á vellinum búnir að segja mér að koma til sín ef að ég myndi skora. Ég hljóp til þeirra og stóð við mitt,“ sagði Orri Hrafn brosandi. „Að sjálfsögðu er frábært að skora og hvað þá tvö mörk. Ég var tilbúinn, vissi mitt hlutverk í kvöld og ég er mjög sáttur. Aðalatriðið var þó að fá þrjú stig.“
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira