Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur á Villareal í lokaumferðinni í spænska boltanu mí dag.
Real þurfti að ná í að minnsta kosti stig gegn Villareal og treysta á að grannarnir í Atletico myndu misstíga sig.
Atletico vann sinn leik og því réðust úrslitin þar en Villareal komst yfir með marki Yeremi Pino á 20. mínútu áður en Karim Benzema jafnaði á 87. mínútu.
Luka Modric tryggði Real svo sigurinn á 92. mínútu og 2-1 sigur Real staðreynd.
Real endar í því í öðru sætinu með 84 stig, en Atletico á toppnum með 86 stig.
Barcelona vann 1-0 sigur á Eibar. Markið skoraði Antoine Griezmann á 81. mínútu.
Barcelona endar í öðru sætinu með 79 stig en Eibar leikar í B-deildinni á næstu leiktíð.