Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:33 Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum til 15. júní. Vísir/Vilhelm Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund fyrir stuttu. Skyldudvöl á sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði mun þá falla úr gildi 1. júní næstkomandi en sóttvarnahús munu áfram standa til boða. „Við væntum þess að kröfur um sóttvarnahótel í núverandi mynd falli niður 1. júní og eftir það verði lögð til sóttvarnahótel fyrir þá sem ekki geta tekið heimasóttkví. Sömuleiðis mun bann við ónauðsynlegum ferðum falla niður 1. júní,“ sagði Katrín. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að gert er ráð fyrir því að að minnsta kosti 60% þjóðarinnar hafi fengið minnst fyrri skammt bólusetningar fyrir 15. júní. Þá tilkynnti Katrín að litakóðakerfi á landamærum, sem áður stóð til að taka í gild, verði ekki tekið til notkunar. Stefnt sé að því að aflétta aðgerðum á landamærum hraðar gagnvart öðrum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim. „Við munum halda áfram tvöföldu skimuninni fyrir þá sem eru að koma hingað og eru ekki bólusettir og munum sömuleiðis halda áfram að skima bólusetta vegna þess að við viljum gæta varkárni. Við munum nýta PCR-prófin í þessum tilfellum og ég vænti þess að þetta verði unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu til þess að tryggja skimunargetu,“ sagði Katrín. Sóttvarnalæknir hefur þegar hafið viðræður við Íslenska erfðagreiningu um samstarf. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna ferða úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem ætla að ferðast út fyrir landsteinana eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi. Vinna við slíkt fyrirkomulag er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verður kynnt á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira