Í tilkynningu segir að þetta sé gert í kjölfar endurfjármögnunar og endurskoðunar rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík.
Þar segir að Bjarg íbúðarfélag starfi án hagnaðarsjónamiða þar sem leiguverð endurspegli raunkostnað við rekstur fasteigna félagsins. Breytingar á rekstrarkostnaði, opinberum gjöldum og fjármagnskostnaði hafi bein áhrif á leiguverð sem taki breytingum í samræmi við þróun kostnaðar. Hvert verkefni sé sjálfstæð kostnaðareining og eru því áhrif kostnaðarbreytinga mismunandi milli fasteigna félagsins.
„Fasteignir á Akranesi og í Þorlákshöfn hafa einnig farið í gegnum endurfjármögnun og endurskoðun rekstrar. Endurfjármögnun þar hefur ekki áhrif á leiguverð að þessu sinni vegna breytinga öðrum rekstrarliðum,“ segir í tilkynningunni, en þar nemur leigan rúmlega 120 þúsund krónum á mánuði.
Bjarg er húsnæðis sjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB.