Pavel lenti í orðaskaki við fyrrverandi stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 08:00 Tveir stuðningsmanna KR gáfu sig á tal við Pavel Ermolinski í DHL-höllinni og gáfu til kynna að hann hefði farið til Vals til að elta peninga. Stöð 2 Sport „Persónulegt“ uppgjör KR og Vals, eins og Kristófer Acox orðaði það, hefur ekki farið framhjá neinum. Spennan í einvíginu er áþreifanleg eftir fyrstu tvo leikina og lætin utan vallar of frjálsleg að mati sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns. Í liði Vals er hópur manna sem að unnið hefur til fjölda titla með KR. Félagar og vinir mætast því í einvíginu og þjálfarar liðanna hafa þjálfað fyrir bæði félög. Pavel Ermolinski var fyrstur þeirra leikmanna sem nú eru burðarásar í Val, til að fara úr Vesturbænum yfir á Hlíðarenda. Hann lenti í orðaskaki við gamla stuðningsmenn eftir sigur Vals í DHL-höllinni í fyrrakvöld sem greinilega voru þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val til að elta peninga. Kristófer, sem líkt og Pavel fór frá KR til Vals, greindi frá því í viðtali við Vísi í fyrrahaust að hann hefði yfirgefið KR vegna vangoldinna launa. Það mál verður tekið fyrir í héraðsdómi í næsta mánuði. Einvígi KR og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá þegar Pavel ræddi við stuðningsmennina. Næsti leikur einvígisins er á Hlíðarenda á sunnudag. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Körfuknattleikssamband Íslands ítrekaði í gær hvaða reglur gilda um sóttvarnir á kappleikjum, eftir að framganga stuðningsmanna var gagnrýnd á fundi almannavarna vegna fjölda tilkynninga um sóttvarnabrot á leik KR og Vals. Ljóst er að stuðningsmennirnir tveir sem Pavel ræddi við virtu til að mynda ekki reglur um að gestir séu sitjandi og noti andlitsgrímu, auk þess sem þeir voru innan við tvo metra frá Pavel sem ætla má að skilgreinist sem ótengdur aðili. Þetta er ekki í fyrsta sinn í einvíginu sem að stuðningsmenn KR láta fyrrverandi hetjur sínar heyra það. Kristófer var kallaður Júdas eins og glögglega mátti heyra í fyrsta leik einvígisins. Pavel gekk til liðs við Val sumarið 2019. Þessi 34 ára gamli leikmaður hafði þá verið lykilmaður í sjö Íslandsmeistaratitlum með KR og einnig unnið þrjá bikarmeistaratitla. Ári síðar, eða fyrir yfirstandandi leiktíð, fylgdu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox á eftir og í millitíðinni fór Finnur Atli Magnússon sömu leið. Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari Vals fyrir ári síðan en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils fimm ár í röð. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, vann aftur á móti þrennu sem þjálfari kvennaliðs Vals 2019. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Í liði Vals er hópur manna sem að unnið hefur til fjölda titla með KR. Félagar og vinir mætast því í einvíginu og þjálfarar liðanna hafa þjálfað fyrir bæði félög. Pavel Ermolinski var fyrstur þeirra leikmanna sem nú eru burðarásar í Val, til að fara úr Vesturbænum yfir á Hlíðarenda. Hann lenti í orðaskaki við gamla stuðningsmenn eftir sigur Vals í DHL-höllinni í fyrrakvöld sem greinilega voru þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val til að elta peninga. Kristófer, sem líkt og Pavel fór frá KR til Vals, greindi frá því í viðtali við Vísi í fyrrahaust að hann hefði yfirgefið KR vegna vangoldinna launa. Það mál verður tekið fyrir í héraðsdómi í næsta mánuði. Einvígi KR og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá þegar Pavel ræddi við stuðningsmennina. Næsti leikur einvígisins er á Hlíðarenda á sunnudag. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Körfuknattleikssamband Íslands ítrekaði í gær hvaða reglur gilda um sóttvarnir á kappleikjum, eftir að framganga stuðningsmanna var gagnrýnd á fundi almannavarna vegna fjölda tilkynninga um sóttvarnabrot á leik KR og Vals. Ljóst er að stuðningsmennirnir tveir sem Pavel ræddi við virtu til að mynda ekki reglur um að gestir séu sitjandi og noti andlitsgrímu, auk þess sem þeir voru innan við tvo metra frá Pavel sem ætla má að skilgreinist sem ótengdur aðili. Þetta er ekki í fyrsta sinn í einvíginu sem að stuðningsmenn KR láta fyrrverandi hetjur sínar heyra það. Kristófer var kallaður Júdas eins og glögglega mátti heyra í fyrsta leik einvígisins. Pavel gekk til liðs við Val sumarið 2019. Þessi 34 ára gamli leikmaður hafði þá verið lykilmaður í sjö Íslandsmeistaratitlum með KR og einnig unnið þrjá bikarmeistaratitla. Ári síðar, eða fyrir yfirstandandi leiktíð, fylgdu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox á eftir og í millitíðinni fór Finnur Atli Magnússon sömu leið. Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari Vals fyrir ári síðan en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils fimm ár í röð. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, vann aftur á móti þrennu sem þjálfari kvennaliðs Vals 2019. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn