Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 22:31 Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal í dag. Egill Aðalsteinsson Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda