Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddu við fréttamenn í tilefni þess að Rússar hafi tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum. norðurskautsráðið Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Átta utanríkisráðherrar Norðurskautsráðsins ásamt utanríkisráðherra Grænlands, Lögmanni Færeyja og fulltrúum frumbyggja víðs vegar af norðurslóðum tóku þátt í fundi ráðsins í Hörpu í dag. Segja má að Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi stolið senunni um leið og hann mætti til vinnukvöldverðar ráðherranna í gærkvöldi. Hann mætti einn ráðherra án grímu og heilsaði upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra með því að bjóða honum hnefann. Þegar fréttamaður skaut að honum hvort hann horfði bjartsýnn til fundarins svarði Lavrov að bragði: „Ég er að horfa beint á þig.“ Íslendingar hafa verið í forystu fyrir Norðurskautsráðinu síðast liðin tvö ár. Utanríkisráðherra sagði að hingað til hefðu ráðherrafundir aðeins gefið út stefnuyfirlýsingu til eins árs í senn. En nú þegar tuttugu og fimm ár væru liðin frástofnun ráðsins væri horft tíu ár fram í tíman með aðgerðaáætlun. „Ég er sérstaklega hreykinn af því að háttsettum embættismönnum ráðsins hefur tekist að ná samkomulagi um fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurskautsráðið. Með áætluninni munum við í fyrsta skipti geta lagt fram leiðarvísir sem tilgreinir störf ráðsins til langs tíma," sagði Guðlaugur Þór. Sergei Lavrov kampakátur eftir að Guðlaugur Þór afhenti honum fundarhamarinn til merkis um að Rússar hefðu tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum.norðurskautsráðið Sergei Lavrov tók við fundarhamrinum sem Íslendingar gáfu ráðinu á sínum tíma úr hendi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til næstu tveggja ára. Í formannstíð Íslands hefur verið horft til sjálfbærrar þróunar á mörgum sviðum á Norðurskautinu þar sem í dag búa rúmar fjórar milljónir manna. Verkefnin hafi meðal annars náð til samfélagsþróunar og réttinda frumbyggja, mengunar hafsins, loftlagsmála, jafnréttis kynjanna og stöðu hinsegin fólks. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði síðastur undir Reykjavíkuryfirlýsinguna og veifaði pennanum stoltur að undirritun lokinni.norðurskautsráðið Lavrov kynnti ítarlega áætlun Rússa til næstu tveggja ára og sagði að áfram yrði haldið á braut samvinnu til að treysta samband allra aðildarríkjanna. „Ég vil ítreka að Rússland er tilbúið að vinna með öllum aðildarríkjunum, fastafulltrúum og áheyrnaraðilum og öllum öðrum hagsmunaaðilum að málefnum Norðurskautsins," sagði Lavrov. Ráðherrarnir undirrituðu síðan Reykjavíkuryfirlýsinguna eins og hún er kölluð hver og einn þar sem þess var gætt að sótthreinsa pennan á milli undirskrifta.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Norðurslóðir Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára. 20. maí 2021 12:01
Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. 20. maí 2021 08:50
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. 19. maí 2021 22:10