Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:20 Sergei Lavrov og Antony Blinken hittust í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin í Washington á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. norðurskautsráðið Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov. Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov.
Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira