Guðlaugur Victor á leið til Schalke Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2021 17:46 Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti hlekkur landsliðsins á undanförnum misserum. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira