Óháðir aðilar taka út alvarlegar aukaverkanir Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 16:06 Farið var í svipaða athugun í upphafi ársins. Vísir/Vilhelm Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa. Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23