„Ég er hræddur“: Kýldu og spörkuðu í svartan mann sem dó við handtöku Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 16:50 Ronald Greene í haldi lögreglu, skömmu áður en hann dó. AP/Ríkislögregla Louisiana Lögregluþjónar í Louisiana kýldu Ronald Greene ítrekað, spörkuðu í hann og drógu hann handjárnaðan eftir götunni þegar hann var handtekinn árið 2019. Greene, sem var svartur á hörund, var 49 ára gamall og dó skömmu seinna. Lögregluþjónar höfðu reynt að stöðva för Greene, sem starfaði sem rakari, vegna umferðarlagabrots en hann neitaði að stöðva bíl sinn og úr varð eftirför. Að endingu stöðvaði hann og sagðist vera hræddur, þegar lögregluþjónar reyndu að draga hann út úr bíl sínum. Hann var margsinnis beittur rafbyssu áður en hann náðist úr bílnum. Þegar hann dó nokkrum mínútum síðar var hann allur út í blóðugum sárum. Sagðu Greene fyrst hafa dáið í árekstri Upprunalega sagði lögreglan fjölskyldu Greene að hann hafði dáið við að keyra á tré. Seinna birti lögreglan yfirlýsingu þar sem sagt var að Greene hafði lent í átökum við lögregluþjóna og dáið á leið á sjúkrahús. AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndband úr vestisvél eins lögregluþjónsins en lögreglan hefur varist allir viðleitni við að gefa myndbönd formlega frá sér. Í fjölmörgum öðrum málum á undanförnum árum, þar sem svartir menn hafa dáið í haldi lögreglu, hefur lögreglan birt þessar upptökur. Ættingjar Ronald Greene á mótmælum vegna dauða hans.AP/Michael M. Santiago Myndbandið sem AP er með er um 46 mínútna langt og sýnir það hvernig lögregluþjónar tóku Greene hálstaki, börðu hann og beittu hann rafbyssu. Á meðan annar lögregluþjónninn kýldi Greene í andlitið, kallaði hinn hann „heimskan drullusokk“. Þá spörkuðu þeir einnig í hann. Greene baðst ítrekað afsökunar og sagðist vera hræddur á meðan lögregluþjónarnir reyndu að handjárna hann. Lögregluþjónninn Kory York dró Greene eftior götunni þegar búið var að handjárna hann og binda á fótum.AP/Ríkislögregla Louisiana Dró Greene eftir götunni Minnst sex lögregluþjónar voru á vettvangi. Þegar búið var að handtaka Greene og binda fætur hans, sést einn lögregluþjónn til viðbótar taka í fætur hans og draga hann eftir götunni, þar sem hann lág á maganum. Sá lögregluþjónn var settur í launalaust leyfi í 50 klukkustundir fyrir að draga Greene og slökkva á vestismyndavél sinni. AP segir að Greene hafi legið á maganum í götunni í rúmar níu mínútur á meðan lögregluþjónar þrifu blóð hans framan úr sér og af höndum sínum. „Ég vona að þessi gaur sé ekki með alnæmi,“ sagði einn þeirra. Hér má sjá hluta myndbandsins og viðtal AP við sérfræðing sem greinir valdbeitingu lögregluþjónanna. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. AP segir að einn lögregluþjónanna hafi sagt á annarri upptöku sem blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir að hann hefði barið Greene í klessu. „Ég kyrkti hann og allt við að ná tökum á honum. Hann spýtti blóði út um allt og svo barð hann bara allt í einu bara máttlaus,“ sagði lögregluþjónninn sem dó í umferðarslysi í fyrra. Yfirmenn ríkislögreglu Louisiana hafa sagt að lögregluþjónarnir hafi ekki brotið af sér. Framferði þeirra hafi varið harkaleg en ekki gegn lögum. Rannsókn á dauða Greene hófst ekki fyrr en 474 dögum eftir að hann dó í haldi lögreglu. Mótmæltu birtingu myndbandsins Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna fréttar AP er ekkert sagt um myndbandið sjálft. Þess í stað er því mótmælt að myndbandið hafi endað í höndum fjölmiðla og of snemmt sé að birta það. Það muni hafa áhrif á rannsóknina á dauða Greene og koma niður á niðurstöðum hennar. Í samtali við AP segir Mona Hardin, móðir Greene að lögregluþjónarnir hafi myrt son sinn. Hún segist engin svör hafa fengið varðandi dauða hans á undanförnum tveimur árum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hafði sýnt fjölskyldu Greene myndbandið og heitið því að opinbera það þegar rannsókn væri lokið. Nokkrir sérfræðingar sem AP ræddi við segja hegðun lögregluþjónana ekki í takt við vinnureglur. Þó Greene hafi streist á móti réttlæti það ekki þá meðferð sem hann hlaut. Einn þeirra gagnrýndi sérstaklega að lögregluþjónarnir hefðu skilið Greene einan eftir, handjárnaðan á maganum, í meira en níu mínútur. Það fyrsta sem lögregluþjónarnir hefðu átt að gera þegar búið var að handjárna hann var að setja Greene á hliðina svo hann gæti andað og það ætti sérstaklega við svo þunga menn eins og Greene. Enn er ekki ljóst af hvaða orsökum Greene dó. Í skýrslu læknis sem tók á móti honum á bráðamóttöku segir að hann hafi verið látinn við komu. Þá skrifaði læknirinn að dánarorsökin sem lögreglan gaf upp, það að Greene hefði keyrt á tré, héldi ekki vatni. Hann væri allur barinn og blóðugur og væri með sár eftir rafbyssur á baki sínu. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Lögregluþjónar höfðu reynt að stöðva för Greene, sem starfaði sem rakari, vegna umferðarlagabrots en hann neitaði að stöðva bíl sinn og úr varð eftirför. Að endingu stöðvaði hann og sagðist vera hræddur, þegar lögregluþjónar reyndu að draga hann út úr bíl sínum. Hann var margsinnis beittur rafbyssu áður en hann náðist úr bílnum. Þegar hann dó nokkrum mínútum síðar var hann allur út í blóðugum sárum. Sagðu Greene fyrst hafa dáið í árekstri Upprunalega sagði lögreglan fjölskyldu Greene að hann hafði dáið við að keyra á tré. Seinna birti lögreglan yfirlýsingu þar sem sagt var að Greene hafði lent í átökum við lögregluþjóna og dáið á leið á sjúkrahús. AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndband úr vestisvél eins lögregluþjónsins en lögreglan hefur varist allir viðleitni við að gefa myndbönd formlega frá sér. Í fjölmörgum öðrum málum á undanförnum árum, þar sem svartir menn hafa dáið í haldi lögreglu, hefur lögreglan birt þessar upptökur. Ættingjar Ronald Greene á mótmælum vegna dauða hans.AP/Michael M. Santiago Myndbandið sem AP er með er um 46 mínútna langt og sýnir það hvernig lögregluþjónar tóku Greene hálstaki, börðu hann og beittu hann rafbyssu. Á meðan annar lögregluþjónninn kýldi Greene í andlitið, kallaði hinn hann „heimskan drullusokk“. Þá spörkuðu þeir einnig í hann. Greene baðst ítrekað afsökunar og sagðist vera hræddur á meðan lögregluþjónarnir reyndu að handjárna hann. Lögregluþjónninn Kory York dró Greene eftior götunni þegar búið var að handjárna hann og binda á fótum.AP/Ríkislögregla Louisiana Dró Greene eftir götunni Minnst sex lögregluþjónar voru á vettvangi. Þegar búið var að handtaka Greene og binda fætur hans, sést einn lögregluþjónn til viðbótar taka í fætur hans og draga hann eftir götunni, þar sem hann lág á maganum. Sá lögregluþjónn var settur í launalaust leyfi í 50 klukkustundir fyrir að draga Greene og slökkva á vestismyndavél sinni. AP segir að Greene hafi legið á maganum í götunni í rúmar níu mínútur á meðan lögregluþjónar þrifu blóð hans framan úr sér og af höndum sínum. „Ég vona að þessi gaur sé ekki með alnæmi,“ sagði einn þeirra. Hér má sjá hluta myndbandsins og viðtal AP við sérfræðing sem greinir valdbeitingu lögregluþjónanna. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. AP segir að einn lögregluþjónanna hafi sagt á annarri upptöku sem blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir að hann hefði barið Greene í klessu. „Ég kyrkti hann og allt við að ná tökum á honum. Hann spýtti blóði út um allt og svo barð hann bara allt í einu bara máttlaus,“ sagði lögregluþjónninn sem dó í umferðarslysi í fyrra. Yfirmenn ríkislögreglu Louisiana hafa sagt að lögregluþjónarnir hafi ekki brotið af sér. Framferði þeirra hafi varið harkaleg en ekki gegn lögum. Rannsókn á dauða Greene hófst ekki fyrr en 474 dögum eftir að hann dó í haldi lögreglu. Mótmæltu birtingu myndbandsins Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna fréttar AP er ekkert sagt um myndbandið sjálft. Þess í stað er því mótmælt að myndbandið hafi endað í höndum fjölmiðla og of snemmt sé að birta það. Það muni hafa áhrif á rannsóknina á dauða Greene og koma niður á niðurstöðum hennar. Í samtali við AP segir Mona Hardin, móðir Greene að lögregluþjónarnir hafi myrt son sinn. Hún segist engin svör hafa fengið varðandi dauða hans á undanförnum tveimur árum. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, hafði sýnt fjölskyldu Greene myndbandið og heitið því að opinbera það þegar rannsókn væri lokið. Nokkrir sérfræðingar sem AP ræddi við segja hegðun lögregluþjónana ekki í takt við vinnureglur. Þó Greene hafi streist á móti réttlæti það ekki þá meðferð sem hann hlaut. Einn þeirra gagnrýndi sérstaklega að lögregluþjónarnir hefðu skilið Greene einan eftir, handjárnaðan á maganum, í meira en níu mínútur. Það fyrsta sem lögregluþjónarnir hefðu átt að gera þegar búið var að handjárna hann var að setja Greene á hliðina svo hann gæti andað og það ætti sérstaklega við svo þunga menn eins og Greene. Enn er ekki ljóst af hvaða orsökum Greene dó. Í skýrslu læknis sem tók á móti honum á bráðamóttöku segir að hann hafi verið látinn við komu. Þá skrifaði læknirinn að dánarorsökin sem lögreglan gaf upp, það að Greene hefði keyrt á tré, héldi ekki vatni. Hann væri allur barinn og blóðugur og væri með sár eftir rafbyssur á baki sínu.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila