Vill fá Tiger Woods með sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 10:30 Tiger Woods missir af öllu þessu tímabili vegna afleiðinga bílslyssins og óvíst er með framhaldið eftir það. Getty/Ben Jared/ Steve Stricker, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, hefur verið í sambandi við Tiger Woods um að vera varafyrirliði liðsins í haust. Það er ekki enn ljóst hvort að Tiger geti verið á staðnum en það er augljóst að fyrirliðinn vill hafa hann með sér. Steve Stricker ræddi Tiger Woods og hlutverk hans í haust á blaðamannafundi fyrir PGA meistaramótið í golfi sem hefst í dag. „Ég hef talað við hann. Ég veit samt ekki hvort við séum komnir svo langt að hann sé tilbúinn að staðfesta að hann verði þar,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods could be involved with Ryder Cup, US captain claims https://t.co/DJj2mprVEc— The Independent (@Independent) May 19, 2021 „Það er enn mikið í gangi hjá honum en hann var léttur í lundu þegar ég ræddi við hann síðast. Við ræddum saman á Zoom í síðustu viku og það er eins og hann sé á betri stað. Hann á samt langa leið fyrir höndum,“ sagði Stricker. „Ég myndi elska það að hafa hann þarna. Hver vildi það ekki? Strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum og hann stóð sig frábærlega sem fyrirliði Forsetabikarsliðsins árið 2019. Hann var líka aðstoðarmaður minn á Forsetabikarnum 2017 og stóð sig þá ótrúlega vel,“ sagði Stricker. „Hann er tilbúinn að gera allt fyrir þig og hann er í þessu af fullum hug. Svo mikið að oftast er hann mættur of snemma og farinn of seint. Þá þarf maður stundum að segja við hann. Heyrðu við eigum eftir nokkra mánuði í þessu,“ sagði Stricker. U.S. Ryder Cup captain Steve Stricker offered an update Wednesday on Tiger Woods and where he stands as a vice captain for Whistling Straits. https://t.co/42fB4UwvvX pic.twitter.com/LA97OEFZF9— Golf Central (@GolfCentral) May 19, 2021 „Tiger er mjög góður aðstoðarmaður og ég væri heldur betur til í að hafa hann með mér ef það væri mögulegt,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods er eins og flestir vita að jafna sig eftir bílslys 23. febrúar síðastliðinn þar sem hann mölbraut á sér hægri fótinn og fór illa með ökklann. Það hefur lítið heyrst um endurhæfingu Tigers nema þá helst í gegnum kylfingana Rory McIlroy, Justin Thomas og Rickie Fowler sem hafa allir fengið að heimsækja hann. Woods hefur einnig birt eina mynd af sér á hækjum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Það er ekki enn ljóst hvort að Tiger geti verið á staðnum en það er augljóst að fyrirliðinn vill hafa hann með sér. Steve Stricker ræddi Tiger Woods og hlutverk hans í haust á blaðamannafundi fyrir PGA meistaramótið í golfi sem hefst í dag. „Ég hef talað við hann. Ég veit samt ekki hvort við séum komnir svo langt að hann sé tilbúinn að staðfesta að hann verði þar,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods could be involved with Ryder Cup, US captain claims https://t.co/DJj2mprVEc— The Independent (@Independent) May 19, 2021 „Það er enn mikið í gangi hjá honum en hann var léttur í lundu þegar ég ræddi við hann síðast. Við ræddum saman á Zoom í síðustu viku og það er eins og hann sé á betri stað. Hann á samt langa leið fyrir höndum,“ sagði Stricker. „Ég myndi elska það að hafa hann þarna. Hver vildi það ekki? Strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum og hann stóð sig frábærlega sem fyrirliði Forsetabikarsliðsins árið 2019. Hann var líka aðstoðarmaður minn á Forsetabikarnum 2017 og stóð sig þá ótrúlega vel,“ sagði Stricker. „Hann er tilbúinn að gera allt fyrir þig og hann er í þessu af fullum hug. Svo mikið að oftast er hann mættur of snemma og farinn of seint. Þá þarf maður stundum að segja við hann. Heyrðu við eigum eftir nokkra mánuði í þessu,“ sagði Stricker. U.S. Ryder Cup captain Steve Stricker offered an update Wednesday on Tiger Woods and where he stands as a vice captain for Whistling Straits. https://t.co/42fB4UwvvX pic.twitter.com/LA97OEFZF9— Golf Central (@GolfCentral) May 19, 2021 „Tiger er mjög góður aðstoðarmaður og ég væri heldur betur til í að hafa hann með mér ef það væri mögulegt,“ sagði Steve Stricker. Tiger Woods er eins og flestir vita að jafna sig eftir bílslys 23. febrúar síðastliðinn þar sem hann mölbraut á sér hægri fótinn og fór illa með ökklann. Það hefur lítið heyrst um endurhæfingu Tigers nema þá helst í gegnum kylfingana Rory McIlroy, Justin Thomas og Rickie Fowler sem hafa allir fengið að heimsækja hann. Woods hefur einnig birt eina mynd af sér á hækjum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira