Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 19:35 Mótmælendur stóðu fyrir utan Seðlabankann og sneru að Hörpunni. Ekki var hægt að komast nær byggingunni vegna varnargirðingar lögreglunnar. vísir/aðsend Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira