Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 17:10 Skúli Magnússon var í apríl kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis eftir því að Alma Möller landlæknir veitti honum upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna bólusetningar, einkum með tilliti til þeirra sem telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni af heilsufarslegum ástæðum. Bréfið var sent til landlæknis í kjölfar þess að umboðsmanni bárust kvartanir og ábendingar sem lúta að þessu. Þá óskaði umboðsmaður eftir því að landlæknir varpaði ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svaraði erindinu og benti umboðsmanni á að beina hluta fyrirspurnarinnar til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spyr hvort fólk fari aftast í röðina Fram kemur í nýju bréfi umboðsmanns til Þórólfs að í kjölfar svarsins hafi honum áfram borist kvartanir og ábendingar vegna framkvæmdar bólusetninga. Komu erindin meðal annars frá þeim sem tilheyra skilgreindum forgangshópum en hafa ákveðið að hafna boðun í bólusetningu vegna þeirrar tegundar bóluefnis sem viðkomandi stóð til boða. „Af þessu tilefni er þess óskað að mér verði veittar upplýsingar um hvort þeir sem eru í áðurlýstri stöðu njóti áfram forgangs í bólusetningu samkvæmt fyrirmælum áðurgreindrar reglugerðar og hvernig meðferð mála þeirra er háttað, einkum með tilliti til þess hvort þeir eru boðaðir aftur i bólusetningu miðað við þann forgangshóp sem þeim var upphaflega raðað í eða hvort þeir þurfi að fara í svokallaða opna tíma,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hann óskar eftir svari eigi síðar en 25. maí næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Konur fæddar 1967 eða síðar geta valið Pfizer fram yfir AstraZeneca Þeir sem voru bólusettir með fyrri skammt af bóluefni AstraZeneca í febrúar hafa fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudag til að fá seinni skammtinn. 4. maí 2021 10:30
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. 6. maí 2021 19:31