Smitaðir vinnufélagar mættu í vinnuna þrátt fyrir einkenni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 11:28 Þórólfur segir næstu daga munu leiða í ljós hvort um sé að ræða útbreitt smit. Vísir/Vilhelm Einstaklingarnir tveir sem greindust með Covid-19 í gær eru vinnufélagar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir höfðu verið með einkenni í tvo til þrjá daga áður en þeir fóru í sýnatöku. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi en hann segir óljóst hvar viðkomandi smituðust og þá á eftir að raðgreina sýnin. Hann segir að gera megi ráð fyrir að fleiri muni greinast og nokkur fjöldi muni þurfa að fara í sóttkví. „Þeir voru í vinnu og búnir að umgangast aðra með einkennin,“ segir Þórólfur og ítrekar að þetta sé nákvæmlega sú hætta sem heilbrigðisyfirvöld hafi verið að vara við; að ef fólk mæti ekki í sýnatöku við minnstu einkenni sé hætt við að aðrir verði útsettir fyrir smiti. Spurður að því hvort smitin, sem greindust bæði utan sóttkvíar, hafi áhrif á afléttingu aðgerða, segir Þórólfur það munu koma í ljós á næstu dögum. „Þetta undirstrikar það sem við erum alltaf að segja; veiran er úti í samfélaginu. Hún er ekki farin og við getum áfram séð hópsýkingar, vonandi ekki stórar, en þetta stendur allt og fellur með því hvernig fólk hegðar sér sem einstaklingar.“ Sóttvarnalæknir brýnir enn og aftur fyrir landsmönnum að fara strax í sýnatöku við minnstu einkenni og vera ekki í kringum annað fólk fyrr en niðurstöður liggja fyrir. „Við erum ekki laus við þessa veiru en ég held að við getum haldið áfram að fikra okkur í að aflétta. En þetta verður að koma í ljós á næstu dögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi en hann segir óljóst hvar viðkomandi smituðust og þá á eftir að raðgreina sýnin. Hann segir að gera megi ráð fyrir að fleiri muni greinast og nokkur fjöldi muni þurfa að fara í sóttkví. „Þeir voru í vinnu og búnir að umgangast aðra með einkennin,“ segir Þórólfur og ítrekar að þetta sé nákvæmlega sú hætta sem heilbrigðisyfirvöld hafi verið að vara við; að ef fólk mæti ekki í sýnatöku við minnstu einkenni sé hætt við að aðrir verði útsettir fyrir smiti. Spurður að því hvort smitin, sem greindust bæði utan sóttkvíar, hafi áhrif á afléttingu aðgerða, segir Þórólfur það munu koma í ljós á næstu dögum. „Þetta undirstrikar það sem við erum alltaf að segja; veiran er úti í samfélaginu. Hún er ekki farin og við getum áfram séð hópsýkingar, vonandi ekki stórar, en þetta stendur allt og fellur með því hvernig fólk hegðar sér sem einstaklingar.“ Sóttvarnalæknir brýnir enn og aftur fyrir landsmönnum að fara strax í sýnatöku við minnstu einkenni og vera ekki í kringum annað fólk fyrr en niðurstöður liggja fyrir. „Við erum ekki laus við þessa veiru en ég held að við getum haldið áfram að fikra okkur í að aflétta. En þetta verður að koma í ljós á næstu dögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira